Orri Freyr efstur á fyrstu skákæfingu vetrarins

Orri Freyr Oddsson gerði sér lítið fyrir og vann alla sína andstæðinga 10 að tölu á fyrstu skákæfingu Goðans þennan veturinn sem fram fór á Húsavík í gærkvöld.
Afar góður árangur hjá Orra sem ekki hafði snert taflmenn í nokkur ár. Vel var mætt á æfingu en 11 félagsmenn tefldu hraðskákir (5 mín).

Orri Freyr og Heimir
 

Orri Freyr Oddsson (tv) teflir við Heimi Bessason. 

Áður en æfingin hófst var haldinn félagsfundur þar sem æfing og mótaáætlun var ákveðin. Einnig var samþykkt ákveðin breyting á skákæfingum í vetur þar sem gert er ráð fyrir að fjölga lengri skákum. 15 mín skákir verða á næstu skákæfingu, síðan 25 mín skákir, þá 60 mín skákir og svo á síðust skákæfingu fyrir deildó verða tefldar skákir með 90 mín+30 sek/leik

Úrslit kvöldsins:

1.      Orri Freyr Oddsson              10 vinningar af 10 mögul. 
2.      Smári Sigurðsson               8,5
3-4    Hermann Aðalsteinsson     6
3-4    Benedikt Þór Jóhannsson  6
5-6    Heimir Bessason                4,5
5-6    Hlynur Snær Viðarsson       4,5
7-9    Sigurbjörn Ásmundsson     4
7-9    Ævar Ákason                      4
7-9    Snorri Hallgrímsson            4
10     Valur Heiðar Einarsson       3,5
11     Sigurhvatur Karlsson          1

Næsta skákæfing verður að viku liðinn á Húsavík. þá verða tefldar 15 mín skákir eftir monrad-kerfi.