Á nýafstöðnu Reykjavíkurskákmóti tók góður hópur af skákkrökkum frá Huginn þátt í mótinu. Þau stóðu sig öll með miklum sóma. Sumir voru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegu skákmóti eins og Stefán Orri Davíðsson og Sverrir Hákonarson og aðrir voru að vinna sína fyrstu skákir á mótinu. Aðrir eins og Dawid Kolka voru nálægt því að landa þeim stóra en hann fékk eins og fleiri að kynnast því að það er tvennt ólík að setja í þann stóra og að veiða hann. Meðal þeirra sem náðu bestum árangri miðað við skákstig voru fjórir ungir Huginsmenn: Óskar Víkingur Davíðsson sem hækkar um 150 stig og hækkuð ekki aðrir meira á mótinu, Hilmir Freyr Heimisson sem hækkar um 112 stig, Heimir Páll Ragnarsson sem hækkar um 103 stig og Halldór Atli Kristjánsson sem hækkar um tæp 70 stig.

Bestur árangur mv. skákstig

reykop15_sigurvegarar_arangur

Óskar Víkingur Davísson sigraði í árangursflokki

Óskar Víkingur Davíðsson (1454) kom sá og sigraði í árangursflokkinum, en hans árangur mældist 1790 stig eða 336 stig umfram skákstig.

Rkvop15_verdlaun_arangur