Pálmi kjörin varaforseti Skáksambands Íslands

Pálmi R Pétursson var kjörin varaforseti Skáksambands Íslands á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar SÍ sem haldinn var 23. maí. Gunnar Björnsson er sem fyrr forzeti SÍ og aðrir í stjórn eru Helgi Árnason, Róbert Lagerman, Ríkharður Sveinsson, Stefán Bergsson og Ingibjörg Edda Birgisdóttir. Varamenn í stjórn eru: Steinþór Baldursson, Óskar Long Einarsson, Andrea Margrét Gunnarsdóttir og Þorsteinn Stefánsson.  

ÍS 2012 13 026 (480x640)

Á fundinum var skipt í hinar ýmsu nefndir á vegum SÍ og situr Jón Þorvaldsson í Mótsnefnd Reykjavíkurskákmótsins. Hermann Aðalsteinsson situr í Skákmótanefnd auk þess sem Hermann er formaður Landsbyggðanefndar SÍ annað árið í röð.

Pálmi er svo varamaður í Mótsstjórn Íslandsmóts Skákfélaga og líka í Stjórn Skáksambands Norðurlanda.

Pálmi R Pétursson fékk Fide-meistaratitli í vetur þegar Fide opnaði fyrir umsóknir um gamla áfanga, en fyrir einhver mistök vann Pálmi sér inn þau réttindi fyrir margt löngu síðan en fékk þau ekki staðfest fyrr en nú í vetur.

Goðinn-Mátar óskar Pálma til hamingju með FM-titilinn. 

Sjá fundargerð fyrsta fundar stjórnar SÍ hér fyrir neðan.