Óskar Páll Davíðsson og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson að tafli

Síðasti skákdagur Völsungs í bili amk. fór fram í Vallarhúsi Völsungs við PCC-völlinn á Húsavík í gær. Skákdagar Völsungs var tilraun hjá Goðanum og Völsungi með þeim tilgangi að laða nýtt fólk og óvant, að skákborðinu og tefla við aðra sem voru í svipaðri stöðu.

Engin úrslit voru skráð niður og gátu þeir sem mættu teflt með eða án klukkur sér og öðrum til gamans. Ætlunin var að halda fyrsta skákmót Völsungs í gær en ákveðið var að bíða með það til betri tíma.

Annija Kotleva hefur vakið athygli við skákborðið á Skákdögum Völsungs og á mótum hjá Goðanum í vor og var ákveðið að afhenda henni sérstök hvatningarverðlaun á þessum síðasta skákdegi Völsungs í gær.

Annija Kotleva með smá glaðning

Töfl og taflmenn verða áfram til staðar í Vallahúsi Völsungs sem Völsungar geta nýtt sér áfram.