Skákhelgi með Einari Hjalta.

Um nýliðna helgi stóð Goðinn fyrir skákhelgi með Einari Hjalta Jenssyni. Félagsmenn gátu fengið einkatíma með Einari og svo voru hópstúderingar á föstudagskvöld og laugardagskvöld. Margir félagsmenn nýttu sér þetta og voru menn sáttir með helgina.

júlí 2011 006

Einar Hjalti heimsótti okkar líka í sumar. 

Á sunnudeginum tók Einar nokkra nýliða í einkatíma. Þetta voru ungir og efnilegir drengir, sem án efa eiga framtíðina fyrir sér við skákborðið.