Ívar Lúðvíksson og Sölvi Már Þórðarson voru efstir og jafnir með 5v af sex mögulegum á Huginsæfingu sem haldin var 14. mars sl. Þeir unnu báðir 4 af fimm skákum æfingarinnar og leystu dæmið sem lagt var fyrir á æfingunni. Þegar komið var í stigaútreikninginn hafði Ívar betur með 16 stig en Sölvi fékk 14,5 stig. Báðir voru þeir í fyrsta sinn í verðlaunasætum á þessum æfingum. Í næstu sætum komu svo Rayan Sharifa, Viktor Már Guðmundsson og Einar Dagur Brynjarsson með 4v. Hérna var Rayan stigahæstur og hlaut því þriðja sætið. Í þetta sinn voru allir saman í einum flokki vegna fjarveru margra góðra skákmann vegna þátttöku í Reykjavíkurskákmótinu.

Í æfingunni tóku þátt: Ívar Lúðvíksson, Sölvi Már Þórðarson, Rayan Sharifa, Viktor Már Guðmundsson, Einar Dagur Brynjarsson, Daníel Guðjónsson, Frank Gerritsen,  Batel Mirion Tesfamheret, Heiður Þórey Atladóttir, Róbert Antionio V. Róbertsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Brynja Hrönn Stefánsdóttir, og Eiríkur Þór Jónsson.

Næsta mánudag 21. mars 2016 verður páskaeggjamót Hugins og hefst það kl. 17.00 þ.e. nokkru fyrr en venjuleg æfing. Páskaegjamótið eins og æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.