Aðalfundur Skákfélagins Goðans var haldinn í gærkvöld á Húsavík. Góð mæting var á fundinn en 9 félagsmenn mættu og margt var rætt. Sitjandi stjórn var endurkjörin til eins árs en hana skipa, Hermann Aðalsteinsson formaður, Rúnar Ísleifsson gjaldkeri og Sigurbjörn Ásmundsson ritari.

Mest var rætt um komandi Íslandsmót skákfélaga, Héraðsmót HSÞ, SÞN 2024, skákmót í Dublin um Páskana og hvað skuli gera veturinn 2025 en þá heldur Goðinn upp á 20 ára afmæli. Ákveðið var að skipa nefnd um það sem hefur hafið skipulagsvinnu strax. Í nefndinni sitja Ingi Hafliði Guðjónsson, Hermann Aðalsteinsson og Hilmar Freyr Birgisson.

Fundargerð aðalfundar verður bráðlega aðgengileg.

Smári Sigurðsson og Adam Ferenc Gulyas urðu efstir og jafnir með 3 vinninga af fjórum mögulegum á skákæfingu sem fram fór fyrir aðalfund.

Lokastaðan

1. Sigurðsson, Smári 1950 3.0
2. Gulyás, Ádám Ferenc 1571 3.0
3. Guðjónsson, Ingi Hafliði 1411 2.0
4. Smárason, Kristján 1443 2.0
5. Þorgrímsson, Sigmundur 0.0