Hið árlega Atskákmót Goðans 2023 fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík laugardaginn 28. október og hefst mótið kl 10:00. Tefldar verða 7 umferðir og verður umhugsunartíminn 15 mín með 5 sek viðbótartími á hvern leik. Áætluð mótslok eru um kl 16:00. Tekið verður hádegishlé eftir 3. umferð

Mótið er öllum opið en aðeins félagsmenn Goðans geta unnið til verðlauna.
Mótið verður reiknað til Fide atskákstiga.
Áhugasamir geta skráð sig til leiks í síma 8213187 (Hermann) Tekið er við skráningum í mótið til klukkan 9:55 á mótsdegi. 
Smári Sigurðsson varð Atskákmeistari Goðans 2022