Efnt verður til tveggja net-skákmóta um helgina á chess.com. Fyrra mótið kallast Godinn chess tournament 1 og hefst stundvíslega kl 20:30 sunnudagskvöldið 30. apríl og fer fram á svæði Skákfélagsins Goðans á chess.com. Tímamörk verða 10 mín á mann og verða tefldar að hámarki 7. umferðir.

chess.com skákborð

Seinna mótið, Goðinn chess tournament 2, fer fram á sama stað mánudagskvöldið 1. maí kl 20:30. Líklegt er að styttri tímamörk verði á því móti.

Einungis félagsmenn Goðans geta tekið þátt í mótinu og verða þeir einnig að vera meðlimir í Skákfélaginu Goðanum á chess.com.

Þeir félagsmenn sem vilja taka þátt í öðru eða báðum mótunum og eru ekki í félaginu á chess.com geta gengið í það áður en mótin hefjast. Lendi menn í vandræðum með það hafið þá samband við formann.

Skárning í fyrra mótið er ekki möguleg fyrr en kl 19:30 á sunnudag, eða 60 mín áður en mótið hefst. Þeir sem hyggja á að vera með þurfa því að vera komnir inn á chess.com í tíma og skrá sig í Goðinn chess tournament 1.

Athugið að mótið hefst kl 20:30 og gengur alveg sjálfvirkt fyrir sig. Þeir sem mæta of seint komast ekki að.