Omar Salama sigraði örugglega á hraðkvöldi Hugins sem, haldið var 30. mai sl. Þegar kom að lokum hraðkvöldsins stóð enginn andstæðinga Omars ósigraður eftir svo hann var með fullt hús 8v af átta mögulegum á æfingunni. Það var hins vegar hörð barátta um næstu sæti og réðst endanleg röð ekki fyrr en í lokaumferðinni þegar Gauti Páll færði Sigurði Ingasyni annað sætið með því að vinna Vigfús. Sigurður Ingason var annar með 6v, Vigfús Ó. Vigfússon þriðji með 5,5v og Gauti Páll varð að gera sér 4. sætið að góðu með 5v. Þátttakendur voru 9 og tefldu einfalda umferð allir við alla. Omar dró Hörð Jónasson í happdrættinu og völdu þeir báðir pizzumiða frá Dominos. Næsta skákkvöld verður hraðkvöldi mánudaginn 6. júní nk og að því loknu verður gert hlé á þessum æfingum yfir sumarið.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Omar Salama, 8v/8
  2. Sigurður Ingason, 6v
  3. Vigfús Ó. Vigfússon, 5,5v
  4. Gauti Páll Jónsson, 5v
  5. Sigurður Freyr Jónatansson, 4v
  6. Hjálmar Sigurvaldason, 2,5v
  7. Hörður Jónasson, 2v
  8. Björgvin Kristbergsson, 2v
  9. Finnur Kr. Finnsson, 1v

Úrslitin í chess-results