Óskar Víkingur Davíðsson sigraði örugglega á æfingu sem haldin var 16. janúar sl. Óskar fékk 5v í jafn mörgum skákum og leysti að auki dæmi æfingarinnar rétt í annarri tilraun, eftir að hafa fengið ábendingu frá Stefáni bróður sínum um að hann hefði skilað rangri lausn. Það hefði sem ekki skipt máli varðandi úrslitin en sex vinninga fékk Óskar samtals. Þeir sem glímdu við dæmið leystu það flestir rétt en það hafði samt kannski áhrif á lokaniðurstöðu æfingarinnar. Næstir komu Stefán Orri Davíðsson og Rayan Sharifa með 4,5v. Þeir töpuðu báðir fyrir Óskari og gerðu svo jafntefli í innbyrðis viðureign sinni í lokaumferðinni. Stefán Orri hafði hins vegar betur í stigaútreikningnum svo annað sætið var hans og Rayan var þriðji.

Þar sem allir tefldu saman í einum flokki þá voru veitt sérstök verðlaun fyrir stelpurnar og þar var Batel Goitom Haile efst, Wiktoria Momuntjuk var önnur og þriðja var Zofia Momuntjuk..

Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orrri Davíðsson, Rayan Sharifa, Andri Hrannar Elvarsson, Batel Goitom Haile, Brynjar Haraldsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Sigurður Ríkharð Marteinsson, Gunnar Freyr Valsson, Daníel Guðjónsson, Wiktoria Momuntjuk, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Alfreð Dossing, Garðar Már Einarsson, Zofia Momuntjuk,  Jóhann Guðjónsson og Witbet Haile.

Næsta æfing verður mánudaginn 23. janúar 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

Dæmið á æfingunni:

Hvítur á leik.

Hvað er rétt um þetta endatafl sem virðist frekar einfalt við fyrstu sýn en kannski er ekki allt sem sýnist ?

  1. Hvítur vinnur auðveldlega með því að byrja á 1. g4 og svo 2. h4 og peðin renna upp.
  2. Endataflið er jafntefli. Svartur fórnar riddaranum fyrir rétt peð. Eftir það getur hvítur ekki unnið þar sem hann hefur rangan biskup sem valdar ekki uppkomureit peðsins.
  3. Hvítur vinnur auðveldlega með því að leika 1. h3 til að geta leikið 2. g4 og í fram haldinu kannski 3. g5. Eina sem hvítur þarf að forðast er enda með h-peðið með biskupnum.
  4. Hvítur á ekki að hreyfa peðin fyrr en hann hefur skipt upp á biskupnum fyrir riddarann. Það er ekki auðvelt en þegar skiptin eru í höfn er eftirleikurinn auðveldur.
  5. Hvítur getur unnið ef hann er varkár. 1. Bf3 virðist vera góð byrjun og ef hægt er að forðast að svartur nái að blokkera peðin á svörtu reitunum og skipta upp á riddaranum fyrir g-peðið er útlitið gott.