untitled (7)Óskar Víkingur Davíðsson sigraði með fullu húsi 5v í fimm skákum í eldri flokki á æfingum sem haldin var 13.apríl sl. Næstir komu Dawid Kolka og Stefán Orri Davíðsson með 3,5v en Dawid var hærri á stigum og hlaut annað sætið en Stefán Orri það þriðja.

Yngri flokkurinn vannst einnig með fullu húsi en það gerði Gabriel Sær Bjarnþórsson með 5v. Í  öðru sæti var Ísa Orri Karlsson með 4v og þriðji Birgir Logi Steinþórsson með 4v.

Í æfingunni tóku þátt:  Óskar Víkingur Davíðsson, Dawid Kolka, Sefán Orri Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Sindri Snær Kristófersson, Heimir Páll Ragnarsson, Jón Þorbjörn Sveinbjörnsson,  Atli Mar Baldursson, Jökull Davíðsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Ísak Orri Karlssson, Birgir Logi Steinþórsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Þórdís Agla Jóhannsdótttir, Adam Omarsson og Elín Edda Jóhannsdótttir.

Næsta æfing verður mánudaginn 20. apríl og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.