Óskar Víkingur Davíðsson sigraði á Unglingameistaramóti Hugins sem lauk á þriðjudaginn. Óskar Víkingur fékk 6,5 vinning í sjö skákum og það var Ívar Lúðvíksson sem náði jafntefli í annarri umferð. Óskar Víkingur tefldi af öryggi í mótinu lenti varla í vandræðum, vann verðskuldaðan sigur og varð unglingameistari Hugins annað árið í röð. Hann getur teflt á þessum mótum í fjögur ár í viðbót þannig að fleiri geta bæst í safnið.

 

Jafnir í öðru og þriðja sæti með 5,5v voru Styrmir Jökull Einarsson og Stefán Orri Davíðsson. Styrmir Jökull var stigi hærri og hlaut þriðja sætið. Hann kom skemmtilega á óvart á mótinu og sýndi að það er hægt að ná töluverðum styrkleika á einu ári án þess að vera þátttakandi í venjulegu skákstarfi á Höfuðborgarsvæðinu. Til þess þurfa menn bara að æfa sig heima, stúdera og lesa sér til. Allt efni, tæki og tól eru tiltæk á netinu og í bókum. Skák hans við Óskar Víking í fjórðu umferð var nokkuð endaslepp, þar sem vagninn til Hvergerðis fór kl. 19 en næsti vagn ekki fyrr en kl. 22. Stefán Orri bróðir Óskars var búinn að tefja fyrri hlutann með löngum skákum, þannig að Styrmir Jökull gat ekki teflt þá viðureign eins og honum hentar best en það hefði verið áhugavert að fylgjast með henni við betri aðstæður. Stefán Orri varð þriðji og náði því nokkuð örugglega með nokkuð góðri taflmennsku í seinni hlutanum og sleppti því alveg að tefla langar skákir í seinni hlutanum enda kláraðist hann á venjulegum tíma. Keppendur hefðu samt alveg mátt nota tímann betur í seinni hlutanum, sérstaklega í endtöflunum þar sem nokkrir slæmir afleikir sáust, sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir með einfaldri talningu á leikjum og útreikningum.
20161115_175518Veitt voru sérstök verðlaun fyrir 12 ára og yngri þar sem undanskyldir voru þeir sem voru í þremur efstu sætum. Þar komu til álita fjóri skákmenn með 4v sem öll stóðu sig vel á mótinu en það voru Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Adam Omarsson og Rayan Sharifa. Gripið var til stigaútreiknings til að skera úr um sætaskipan og þá var Batel í fyrsta sæti, Óttar Örn í öðru sæti og Adam í þriðja sæti.

 

 

 

Lokastaðan á unglingameistaramótinu:

Röð Nafn Vinn. TB1 TB2 TB3
1 Óskar Víkingur Davíðsson 6,5 30 22 27,3
2 Styrmir Jökull Einarsson 5,5 31 22 21,8
3 Stefán Orri Davíðsson 5,5 30 21 20,8
4 Ívar Lúðvíksson 4,5 27 18 14,3
5 Batel Goitom Haile 4 30 21 13,5
6 Óttar Örn Bergmann Sigfússon 4 29 22 11,5
7 Adam Omarsson 4 26 19 10,5
8 Rayan Sharifa 4 26 18 11
9 Einar Dagur Brynjarsson 3 26 18 9
10 Brynjar Haraldsson 3 25 17 7,5
11 Einar Tryggvi Petersen 3 22 16 6
12 Elsa Kristín Arnaldardóttir 3 22 15 7,5
13 Jósef Omarsson 3 21 16 6
14 Viktor Már Guðmundsson 3 20 13 6,5
15 Esther Lind Valdimarsdóttir 2 23 17 6,5
16 Bjartur Freyr Heide Jörgensen 1,5 20 15 2,5
17 Ásgeir Karl Gústafsson 1 20 14 2,5
18 Alfreð Dossing 1 19 14 1,75
19 Þórður Kristjánsson 0,5 19 13 1,5

 

Lokastaðan í chess-results: