Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa voru efstir og jafnir með 6,5v af 7 mögulegum á æfingu 17. september sl. Óttar var úrskurðaður sigurvegari eftir eftir stigaútreikning með hálfu stigi meira en Rayan sem hlaut annað sætið. Næstir með 5v voru Ívar Örn Lúðvíksson, Gabríel Sær Bjarnþórsson og Elfar Ingi Þorsteinsson. Ívar var þeirra stigahæstur og hlaur þriðja sætið. Tefldar voru fimm umferðir og tvö dæmi lögð fyrir sem gátu gefið tvo vinninga. Bæði voru um andspænið. Það fyrra frekar létt fyrir þá hafa yfir að ráða helstu grunnþekkingu í endatöflum og hitt aðeins þyngra.

Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Ívar Örn Lúðvíksson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Árni Benediktsson, Frank Gerritsen, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Einar Dagur Brynjarsson, Garðar Már Einarsson, Viktor Már Guðmundsson, Kiril Igorsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Ignat Igorsson, Viktoria Sudnabina Arisimova og Jökull Páll Smárason.

Næsta æfing verður mánudaginn 24. september 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.