Völsungur og Skákfélagið Goðinn munu standa sameiginlega að sérstökum Skákdögum Völsungs þrjá daga í mars, sem fram fara í Vallarhúsinu við PCC-knattspyrnuvöllinn á Húsavík.

Skákdagar Völsungs verða öllum áhugasömum um skák opnir, ungum sem öldnum og kosta ekkert. Áhugasamir mæta, tefla við aðra sem mæta og hafa vonandi gaman af. Ekkert verður skráð niður og engir sigurvegarar krýndir. Bara teflt.

Dagskrá

1 Skákdagur Völsungs verður þriðjudagskvöldið 14. Mars kl 19:30-21:00
2 Skákdagur Völsungs verður þriðjudaginn 21. Mars kl 16:00-17:30
3 Skákdagur Völsungs verður þriðjudaginn 28. Mars kl 16:00-17:30

Það þarf enga fyrirfram skráningu, heldur bara að mæta á staðinn og hafa gaman. Ekki er útilokað að fleiri skákdagar verði skipulagðir í apríl.

Smári Sigurðsson og Hermann Aðalsteinsson frá Skákfélaginu Goðanum hafa umsjón með Völsungs-skákdögunum. Hermann veitir allar nánari upplýsingar í síma 8213187

Völsungur og Skákfélagið Goðinn