Skákþing Norðlendinga 2020 fer fram á skákþjóninum Tornelo á sunnudaginn kl. 13. Opnað hefur verið fyrir skráningar sem verða eingöngu á Tornelo vefnum. Það er mjög gott að ganga frá skráningu sem fyrst til að koma í veg fyrir tæknileg vandræði á sunnudaginn. Mótið er opið og tekur við skráningum strax. Það skal tekið fram að keppendur verða skyldaðir til að vera tengdir á ZOOM á aðalmótinu á sunnudag. Ótengdum keppendum á ZOOM er heimil þátttaka í mótinu, en geta ekki unnið til verðlauna. Zoom tengilinn er inni í mótinu. Við gerum ráð fyrir að opna Zoom fundinn kl. 12:00. Það er tilvalið að fara þar inn og láta vita ef einhver vandræði eru.
SKRÁNING: SKÁKÞING NORÐLENDINGA 2020, SUNDAY, 13TH DECEMBER 2020 | TORNELO
—–
Kerfið er mjög einfalt:
  1. Nýskrá reikning (ef þarf): https://tornelo.com/account/new
Reglurnar á Tornelo eru frábrugðnar því sem menn þekkja í netskák. Vefurinn líkir eftir FIDE móti, eins og hægt er á netinu. Það þýðir m.a. að:
  • Kerfið dæmir ekki jafntefli ef sama staða kemur upp þrisvar, heldur þarf að gera kröfu (kalla á skákstjóra). Sama á við um 50 leikja regluna.
  • Það er ekki hægt að leika fyrirfram og ekki hægt að taka upp menn, nema þegar þú átt leik.

Eftirfarandi Oddastig (tiebreaks) gilda í mótinu: Buchholz Cut 1, Buchholz, Direct encounter, AROC, The greater number of wins including forfeits.
Lokastaðan á chess-results gildir verði menn jafnir í efstu sætum

Veitt peningaverðlaun fyrir þrjá efstu keppendur á mótinu með lögheimili á Norðurlandi auk eignarbikara.

Verðlaun skiptast þannig:
1. sæti 25 þús
2. sæti 15 þús
3. sæti 10 þús

Eignarbikarar verða í verðlaun fyrir þrjá efstu í flokki 16 ára og yngri.