Feðgarnir Smári Sigurðsson og Kristján Ingi Smárason eru efstir og jafnir með 3,5 vinninga í Húsavíkur-riðli, þegar aðeins einni skák er ólokið í riðlinum. Smári á eftir eina skák, gegn Hilmari Frey Birgissyni og fer hún fram í næstu viku. Það verður sannkölluð úrslita skák því með sigri eða jafntefli tryggir Smári sér sigur í riðlinum, en vinni Hilmar tryggir hann sér sigur í riðlinum. Aðrir keppendur í riðlinum hafa lokið öllum sínum skákum.

Staðan í Húsavíkur-riðli.

Smári Sigurðsson          3,5 (1 eftir)
Kristján Ingi Smárason   3,5
Adam Ferenc Gulyas       3
Hilmar Freyr Birgisson    3  (1 eftir)
Sigmundur Þorgrímsson  1
Dorian Lesman               0

Flestir keppendur í Vestur-riðli eiga eftir 2 skákir. Rúnar Ísleifsson og Jakob Sævar Sigurðsson eru með 3,5 vinninga og taplausir enn sem komið er. Ingi Hafliði Guðjónsson er með 3 vinninga. Aðrir eru með færri vinninga.

Staðan í Vestur-riðli.

Rúnar Ísleifsson              3,5 (2 eftir)
Jakob Sævar Sigurðsson  3,5 (2 eftir)
Ingi Hafliði Guðjónsson    3    (2 eftir)
Ingimar Ingimarsson        2   (2 eftir)
Ævar Ákason                     2   (búinn)
Hermann Aðalsteinsson    1  ( 2 eftir)
Sigurbjörn Ásmundsson    0  ( 2 eftir)

Jakob Sævar og Hermann mætast á sunnudag og fleiri skákir munu fara fram eftir helgina. Stefnt er að því að klára riðlakeppnina fyrir 10 febrúar.

Ingi Hafliði Guðjónsson