Unglingameistaramót Hugins (suðursvæði) hófst fyrr í dag með fjórum umferðum. Stefán Orri Davíðsson og Óskar Víkingur Davíðsson er efstir og jafnir eftir fyrri hlutann með 3,5v. Stefán Orri gerði í þriðju umferð jafntefli við ungan Hvergerðing Styrmir Jökul Einarsson sem kom með strætó á mótið. Það var Stefán Orri sem náði jafntefli í skákinni en ekki öfugt. Hann lenti peði undir í riddaraendatafli en tókst að komast yfir í drottningarendatafl sem einnig var tapað en jafntefli var samið í lokastöðunni, þegar báðir voru mjög tímanaumir. Þetta var lengsta skák sem tefld hefur verið á þessum mótum sem hafði þær afleiðingar, þegar eftir fylgdi önnur löng skák hjá Stefáni Orra, að fyrri hlutinn kláraðist ekki fyrr en korter yfir sjö en venjulega er fyrri hlutinn að klárast hálf sjö. Seinni marþon skákin hjá Stefáni Orra var við Batel Goitom Haile og þar var tefld mikil sóknarskák sem skipt um eigendur a.m.k tvisvar sinnum svo segja má að Stefán Orri hafi verið afar farsæll í fyrri hlutanum. Óskar Víkingur gerði jafntefli við Ívar Lúðvíksson en vann hinar nokkuð örugglega. Næst koma svo jöfn í 3. – 5 sæti með 3v Batel Goitom Haile, Einar Dagur Brynjarsson og Óttar Örn Bergmann Sigfússon. Fjórða umferð verður tefld á morgun þriðjudaginn 15. nóvember og hefst kl. 16.30 og þá verða tefldar þrjár síðustu umferðirnar. Þá tefla m.a. eftirtaldir saman: Óskar Víkingur og Stefán Orri, Batel og Óttar Örn, Ívar og Einar Dagur, Ryan Sharifa og Styrmir Jökull.

Staðan í chess-results: