Tap hjá Jakob og frestun hjá Barða.

Skák Barða Einarssonar og Rafns Jónssonar var frestað vegna veikinda Rafns. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hún verður tefld. Í 5. umferð sem tefld verður á miðvikudag teflir Barði við Hörð Aron Hauksson (1725) með svörtu.

Jakob Sævar tapaði skák sinni við Pál Sigurðsson vegna þess að Jakob ruglaðist á tímasetningu á skákinni og mætti ekki til leiks á réttum tíma. Í 5. umferð sem tefld verður á miðvikudag, teflir Jakob með svörtu við Ólaf Gísla Jónsson (1885) H.A.