Tómas Veigar Sigurðarson varð efstur á skákæfingu sem fram fór á chess.com í gærkvöld. Tómas vann allar sínar skákir 5 að tölu. Hermann Aðalsteinsson varð í öðru sæti með 4 vinninga. Rúnar Ísleifsson og Lárus S Guðjónsson fengu 3 vinninga. Tefldar voru 5 umferðir með 7+2 tímamörkum og 10 skákmenn tóku þátt.
Lokastaðan
Næsta skákæfing er fyrirhuguð í Framsýnarsalnum 9. október kl 20:00 og verður það síðasta æfingin fyrir Íslandsmót skákfélaga sem fram fer 13-15 október.