Rúnar Sigurpálsson vann sigur á Skákþingi Norðlendinga 2020 sem fram fór á Tornelo vefþjóninum í dag. Rúnar fékk 7,5 vinninga af 9 mögulegum. Andri Freyr Björvinsson varð í öðru sæti, einnig með 7,5 vinninga en örlítið lægri á oddastigum. Tómas Veigar Sigurðarson varð þriðji með 6 vinninga.

Arnar Þorsteinsson og Þorsteinn Þorsteinsson fengu einnig 6 vinninga en þar sem þeir eiga ekki lögheimil á norðurlandi hreppti Tómas þriðja sætið.

Alls tóku 23 skákmenn þátt í mótinu sem fram fór, eins og áður segir á Tornelo.com, vegna sóttvarnaráðstafana.

Lokastöðuna má skoða hér.