IMG_2366Síðasta barna- og unglingaæfing  Hugins  fyrir sumarhlé var haldin 18. maí sl. Úrslitin í stigakeppni æfinganna var þá þegar ráðin. Óskar Víkingur Davíðsson var með fimm stiga forskot á Heimir Pál Ragnarsson sem ljóst var að ekki yrði brúað á þessari æfingu þar sem æfingin gaf mest 3 stig. Óskar tók forystuna strax í upphafi og lét hana aldrei af hendi og sigraði með fullu hús 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Heimir Páll Ragnarsson með 3,5v og 13 stig og þriðji var Stefán Orri Davíðsson 3,5v og 10 stig en Stefán Orri hefur átt gott tímabil síðasta vetur og tók megin hlutann af þeim 17 stigum sem hann náði á æfingunum í eldri flokki og náði m.a. að vinni eldri flokkinn á æfingunum einu sinni. Stefán Orri sem er aðeins átta ára hefur alla burði til að velgja þeim eldri undir uggum strax næsta vetur.

IMG_2364Eftir lokaæfinguna er Óskar efstur í stigakeppni vetrarins með 48 stig. Heimir Páll er í öðru sæti með 42 stig og Dawid Kolka í því þriðja með 32 stig. Þetta eru þeir sömu og voru í efstu sætum í fyrra. Þá deildu Óskar og Heimir Páll efstu sætum jafnir að stigum. Að þessu sinni leit lengi vel út fyrir öruggan sigur hjá Heimi Páli því við upphaf Reykjavíkurskákmótsins var hann með 18 stiga forskot á Óskar, en Óskar átti mjög góðan endasprett og sigldi framúr á síðustu æfingunum.

IMG_2362Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Stefán Orri Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Alec Elías Sigurðarson, Alexander Már Bjarnþórsson, Atli Mar Baldursson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Birgir Logi Steinþórsson og Sesar Máni Sindrason..

Mánudagsæfingar sem eru opnar börnum og unglingum á grunnskólaldri voru uppstaðan í barna og unglingastarfinu í vetur. Umsjón með þeim æfingum höfðu Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon. Félagið einnig með stelpuæfingar á miðvikudögum en umsjón með stelpuæfingunum hafði Elsa María Kristínardóttir. Þessu til viðbótar var boðið upp á nokkrar aukaæfingar fyrir félagsmenn á laugardögum og miðvikudögum þar sem farið var í ýmis grunnatriði í endatöflum, taktik og byrjunum. Æfingarnar í vetur voru vel sóttar en yfir 100 börn og unglingar sóttu þær. Sumir mættu aðeins á fáar æfingar en kjarninn sem sótti æfingarnar mætti afar vel og fengu 15 viðurkenningu fyrir mætinguna í vetur en það voru: Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Stefán Orri Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Sindri Snær Kristófersson, Baltasar Máni Wetholm Gunnarsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Atli Mar Baldursson, Birgir Logi Steinþórsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Adam Omarsson Arnar Jónsson, Ísak Orri Karlsson og Brynjar Haraldson.

Nú verður gert hlé á Huginsæfingunum í Mjóddinni þangað til í haust þegar þær byrja aftur um mánaðarmótin ágúst – september.