Aðalfundur Skákfélagsins Goðans fer fram annað kvöld, mánudagskvöldið 19. febrúar kl 20:30 í Framsýnarsalnum á Húsavík.

Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum félagsins. 

Ársskýrsla og ársreikningar hafa verið sendir félagsmönnum og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér það fyrir fund. Engar lagabreytinga tillögur liggja fyrir fundinum.

Efnt verður til skákæfingar fyrir fund á sama stað sem byrjar kl 19:00.

Stjórnin.