Sigurður Daníelsson þá nýkrýndur Skákmeistari Goðans árið 2016

Sigurður G. Daníelsson félagsmaður Goðans er látinn.

Siggi Dan eins og hann var iðulega kallaður í skákheimum var 79 ára og var til heimils að Skjóli á Þórshöfn, þar sem hann lést.

Siggi var þekktur fyrir skemmtilegan skákstíl. Hann tefldi meðal annars í landsliðsflokki árið 1982 eftir góðan árangur í áskorendaflokki árið áður.

Hann varð skákmeistari Goðans árið 2016 og tefldi með Goðanum á Íslandsmót skákfélaga iðulega, síðast í október 2022.

Skákfélagið Goðinn vottar aðstandendum Sigurðar innilega samúð.

Von er á sérstakri umfjöllun um Sigurð Daníelsson bráðlega.