IMG_2574Dawid og Óttar Örn sigruðu í eldri og yngri flokk á æfingu sem haldin var í Mjóddinni þann 28. september síðastliðinn. Dawid var efstur í eldri flokki með 4,5v og gerði jafntefli við Óskar en vann aðra. Annar var Heimir Páll Ragnarsson með 4v og þriðji Baltasar Máni Wedholm með 3,5v. Óttar Örn var efstur í yngri flokki með fullt hús 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Gabríel Sær Bjarnþórsson með 4 og þriðja sætinu náði Þórdís Agla Jóhannsdóttir með 3v og eins og Jakob Kobiela og Biniam Asama en hærri á stigum.

 

 

IMG_2577Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Heimir Páll Ranarsson, Baltasar Máni Wedholm, Alexander Oliver Mai, Óskar Víkingur Davíðsson, Jökull Freyr Davíðsson, Aron Þór Maí, Stefán Orri Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Viktor Már Guðmundsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Sölvi Már Þórðarson, Óttar Örn Bergmann, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Jakob Kobiela, Biniam Asmama, Fatima Rós Joof, Arnór Steinn Sverrisson, Adam Ívarsson, Margrét Valný Sverrrisdótir, Bergþóra Gunnarsdóttir og Aisha Ríkey Joof.

Næsta mánudaginn 5. október hefst Unglingameistaramót Hugin kl. 16.30. Það er haldið í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.