Einar Hjalti með fullt hús á hraðkvöldi

Einar Hjalti Jensson sigraði örugglega á hraðkvöldi GM Hellis sem fram fór 17.  mars sl. Einar Hjalti sigraði alla andstæðinga sín sjö að tölu og vann hraðkvöldið örugglega. Næst komu Elsa María Kristínardóttir og Kristinn Sævaldsson með 4,5v en Elsa María var hærri á stigum og hlaut því annað sætið og Kristinn það þriðja. Í lok hraðkvöldsins dró Einar Hjalti í happdrættinu og nú kom talan 8 sem Gunnar Nikulásson hafði og fengu þeir báðir gjafamiða á Saffran.

Næsta æfing í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a verður mánudaginn 24. mars kl. 20 og þá verður einnig hraðkvöld.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

Röð Nafn Vinn. TB1
1 Einar Hjalti Jensson  7 25,5
2 Elsa Maria Kristínardóttir 4,5 15
3 Kristinn Sævaldsson 4,5 12,3
4 Eiríkur K. Bjornsson 4 16
5 Kristján Halldórsson  4 11,5
6 Vigfús Vigfússon  4 11
7 Hörður Jónasson  4 10
8 Gunnar Nikulásson 4 8
9 Jökull Jóhannsson  2,5 3,5
10 Jóhann Helgason  2,5 3,5
11 Björgvin Kristbergsson  1 0,5