Framsýn

Framsýnarmótið í skák 2016 verður haldið í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 á Húsavík helgina 11-13 nóvember nk. Tefldar verða 7 umferðir alls, fyrstu fjórar með atksákartímamörkum (25 mín) en þrjár síðari skákirnar með 90 mín + 30 sek/leik.

Framsýn
Framsýn

Þátttökugjald 2000 kr en 1000 kr fyrir 16 ára og yngri.

Dagskrá: (Breyting frá áður auglýstri dagskrá, vegna leiks Króatíu og Íslands)
Föstudagur 11. nóvember kl    20:00  1. umferð
Föstudagur 11. nóvember kl    21:00  2. umferð
Föstudagur 11. nóvember kl    22:00  3. umferð
Föstudagur 11. nóvember kl    23:00  4. umferð
Laugardagur 12. nóvember kl   8:30   5. umferð  (Breytt tímasetning)
Laugardagur 12. nóvember kl  13:00  6. umferð  (Breytt tímasetning)
Sunnudagur 13. nóvember kl    10:30 7. umferð

Mótið verður reiknað til Fide-skákstiga, Fide-atskákstiga og Íslenskra skákstiga.

Skráning.

Væntanlegir keppendur geta skráð sig til leiks á þar til gerðu skráningarformi sem er hér á vefnum og í gula kassanum efst á skák.is. Hægt verður að skrá sig til keppni fram til kl 19:30 á föstudag, eða 30 mín áður en mótið hefst.

Verðlaun.

Veittir verða eignarbikarar í verðlaun handa þremur efstu af félagsmönnum Hugins og einnig fyrir þrjá efstu utanfélagsmenn. Einnig verða sérstök verðlaun veitt fyrir þrjá efstu í flokki 16 ára og yngri.

Fyrirtækið Eflir almannatengsl, hefur ákveðið að veita sérstök verðlaun á Framsýnarmótinu 2016 fyrir mestu stigabætinguna. Verðlaunin verða í formi úttektar fyrir 20.000 krónur í skákbókasölunni hjá Stefáni Bergssyni.

Jarðböðin í Mývantssveit hafa gefið 3 gjarfabréf í Jarðböðin fyrir tvo og verður dregið úr hópi keppenda um hverjir hljóta þau.

Gisting.

Á Húsavík eru næstum endalausir möguleikar á gistingu. Mótshaldarar vilja þó vekja sérstaka athygli á því að hægt er að fá gistingu á Fosshótel Húsavík á mjög hagstæðu verði. Hótelið er ný standsett og glæsilegt. Þar eru 110 herbergi, glæsilegur lobbý-bar og þar verður hægt að horfa á leik Íslands og Króatíu á laugardeginum kl 17:00.

Skákstjóri verður Ingibjörg Edda Birgisdóttir

Þegar þetta er skrifað eru hafa 15 keppendur skráð sig til leik. Þeirra stigahæstir eru Sigurður Daði Sigfússon og Þröstur Árnason. Skákmenn eru hvattir til þátttöku í þessu skemmtilega móti.