IMG_2126Guðmundur Gíslason sigraði örugglega með 12,5 af 14 mögulegum á Hraðskákmóti Hugins í Mjóddinni sem fram fór fimmtudaginn 21. ágúst sl. Það voru Stefán Bergsson og Oliver Aron sem náðu að vinningum af Guðmundi. Oliver Aron Jóhannesson var jafn öruggur í öðru sæti með 11v. Síðan komu þrír skákmenn jafnir með 9v en það voru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Vigfús Ó. Vigfússon og Dagur Ragnarsson í þessari röð á stigum. Hallgerður var jafnframt efst Huginsmanna og er því Hraðskákmeistari Hugins hér fyrir sunnan.

27 keppendur tóku þátt sem er þokkaleg þátttaka. Skákstjórar voru Steinþór Baldursson og Vigfús Ó. Vigfússon.

Lokastaðan:

Röð Nafn                               Vinn. TB1 TB2 TB3
1 Guðmundur Gíslason 12,5 118 100 104,5
2 Oliver Aron Jóhannesson 11 122 102,5 91
3 Hallgerður H Þorsteinsdóttir 9 115 99,5 60
4 Vigfús Óðinn Vigfússon 9 113 94,5 59
5 Dagur Ragnarsson 9 104 89,5 64,25
6 Lenka Ptácníková 8,5 116 98,5 67,5
7 Elsa María Krístinardóttir 8,5 102 90 56
8 Stefán Bergsson 8 127 107,5 69
9 Gunnar Björnsson 8 116 97 57,5
10 Gauti Páll Jónsson 8 106 93,5 55
11 Óskar Víkingur Davíðsson 7,5 84,5 72,5 41,5
12 Felix Steinþórsson 7,5 84 73 37,5
13 Björn Hólm Birkisson 7 105 89,5 38,5
14 Kristján Halldórsson 7 102 86,5 44
15 Gunnar Nikulásson 7 99 83 39,5
16 Bárður Örn Birkisson 7 98 84 38,25
17 Dawid Kolka 7 91 79,5 37,5
18 Kristófer Ómarsson 6,5 104 91 43
19 Sigurður F Jónatansson 6,5 91 78,5 35,25
20 Stefán Orri Davíðsson 6,5 66,5 56,5 29,25
21 Óskar Long Einarsson 6 94 81 33
22 Halldór Atli Kristjánsson 6 85 73 28,5
23 Þorsteinn Magnússon 5,5 71,5 61,5 19,5
24 Björgvin Kristbergsson 5 82,5 71,5 23,5
25 Sindri Snær Kristófersson 4,5 82,5 71,5 19,5
26 Alexander Mai 4 87,5 75 13,5
27 Aron Þór Mai 4 83,5 71,5 17