Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson og Halldór Atli Kristjánsson enduðu efstir og jafnir með 4v í fimm skákum á Huginsæfingu sem haldin var 19. maí sl Þeir unnu hvorn annan á víxl þannig að í Óskar vann Halldór Atla í þriðju umferð, Heimir Páll vann Óskar í fjórðu umferð og Halldór Atli vann Heimi Pál í lokaumferðinni. Það kom hins vegar ekki að sök fyrir Heimi Pál því hann hélt efsta sætinu á stigum. Óskar var svo annar á stigum og Halldór Atli þriðji.

Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Halldór Atli Kristjánsson, Aron Þór Maí, Alec Elías Sigurðarson, Oddur Þór Unnsteinsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Sindri Snær Kristófersson, Stefán Orri Davíðsson, Alexander Oliver Mai, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Björgvin Ágúst Arason, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Erling Laufdal Erlingsson, Birgir Ívarsson Gabríel Wiktor Gzerwonka, Sævar Breki Snorrason og Jósef Gabríel Magnússon.

Næsta æfing verður mánudaginn  26. maí og hefst hún kl. 17.15. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð. Þegar tvær æfingar eru eftir er Óskar Víkingur Davíðsson efstur í stigakeppni æfinganna með 40 stig. Heimir Páll Ragnarsson er annar með 39 stig og Dawid Kolka þriðji með 29. Það hefur því sjaldan verið meiri óvissa um það hver stendur sig best á æfingunum.