Hraðskákmót Goðans 2007

Hraðskákmót Goðans verður haldið á Fosshóli þriðjudagskvöldið 18 desember og hefst það kl 20:00. Tefldar verða 9 – 11 umferðir eftir monrad-kerfi. Umferða fjöldinnn tekur þó mið af keppenda fjölda. Keppt verður í tveimur flokkum, 16 ára og yngir og 17 ára og eldri. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu í báðum flokkum og sigurvegarinn fær farandbikar og nafnbótina, Hraðskákmeistari Goðans 2007. Núverandi hraðskákmeistari er Smári Sigurðsson. Í fyrra var slegið met í keppendafjölda (15), nú skulum við slá það met !

Þátttaka tilkynnist til formanns í síma 4643187 eða með því að senda póst á  hildjo@isl.is

Þátttökugjald er 500 kr á mann og er kaffi og húsgjaldið innifalið í því. Ókeypis er fyrir 16 ára og yngri.     H.A.