Keppendur í yngsta flokki

Héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri fór fram á Laugum í Reykjadal í dag. 16 keppendur mættu til leiks og keppt var í þremur aldursflokkum.

Keppendur í yngsta flokki
Keppendur í yngsta flokki

 

Ingþór Ketilsson varð héraðsmeistari HSÞ í yngsta flokki (1-3. bekkur). Ingþór fékk 5,5 vinninga af 6 mögulegum, en þetta var fyrsta skákmótið sem Ingþór tekur þátt í. Kristján Smárason, sem var einnig að taka þátt í sínu fyrsta skákmóti, varð í öðru sæti með 5 vinninga og Sváfnir Ragnarsson varð þriðji með 4 vinninga. Sjö keppendur tóku þátt í yngsta flokki og tefldu allir við alla með 7 mín umhugsunartíma á mann.

 

 

 

Keppendur í miðflokki
Keppendur í miðflokki

 

 

Ari Ingólfsson varð héraðsmeistari HSÞ í miðflokki (4-7. bekkur) með 3 vinninga af 5 mögulegum. Eyþór Rúnarsson varð annar einnig með 3 vinninga en lægri að stigum og Indriði Ketilsson var þriðji með 2,5 vinninga.

 

 

 

 

 

 

Keppendur í efsta flokki
Keppendur í efsta flokki

 

 

Kristján Davíð Björnsson varð héraðsmeistari HSÞ í efsta flokki (8-10. bekkur) með 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Björn Gunnar Jónsson varð annar með 4 vinninga og Stefán Bogi Aðalsteinsson þriðji með 2,5 vinninga. Keppendur í miðflokki og efsta flokki tefldu saman 5 umferðir eftir monrad-kerfi með 10 mín umhugunartíma.

 

 

Lokastaðan í mið og efsta flokki:

  1. Kristján Davíð Björnsson          4,5
  2. Björn Gunnar Jónsson             4
  3. Ari Ingólfsson                           3      (8 stig)
  4. Eyþór Rúnarsson                      3     (4 stig)
  5. Indriði Ketilsson                        2,5   (3 stig)
  6. Stefán Bogi Aðalsteinsson        2,5  (2,5 stig)
  7. Eyþór Kári Ingólfsson                2     (6 stig)
  8. Hafþór Höskuldsson                  2    (2,5 stig)
  9. Magnús Máni Sigurgeirsson      1,5

Lokastaðan í yngsta flokki:

  1. Ingþór Ketilsson                       5,5
  2. Kristján Smárason                    5
  3. Sváfnir Ragnarsson                  4
  4. Viktor Breki Hjartason               2,5
  5. Jóel Kárason                             2
  6. Dóra Kristín Guðmundsdóttir    1
  7. Ívar Rúnarsson                         0
12366532_10208058521846439_2118593832_n
Mynd: Birna Davíðsdóttir
12366563_10208058523566482_976405008_n
Mynd: Birna Davíðsdóttir