Hinn geðþekki skákmaður Ingvar Þór Jóhannsesson er gengin til lið við Hugin úr Taflfélagi Vestmannaeyja (TV). Ingvar Þór er FIDE-meistari með 2371 Fideskákstig og er auk þess með 2 IM norm og stefnir á að ná þriðja norminu.

Ingvar Þór
Ingvar Þór Jóhannesson

Ingvar hefur átt góðu gegni að fagna í skákinni. Hann hefur margoft staðið uppi sem sigurvegari með liði sínu á Íslandsmóti skákfélaga. Hann hefur einnig á góðu gegni að fagna í hinum ýmsu mótu innanlands í gegnum tíðina. Hér má skoða árangur Ingvars

Ingvar var liðsstjóri kvennaliðs Íslands á OL í Noregi í fyrra og Ingvar verður liðsstjóri karlalandsliðs Íslands á EM-landsliða sem fram fer í Laugardalshöllinni í nóvember nk.

Ingvar Þór tekur þátt í Minningarmótinu um Najdorf sem hefst í Warsjá í Póllandi núna 10. Júlí og mun Skákhuginn.is fylgjast með gengi hans á mótinu

Ingvar Þór heldur úti skemmtilegu skákbloggi ZIBBIT CHESS en þar er margt fróðlegt að finna.

Stjórn Hugins fagnar komu Ingvars í félagið.