Frá æfingunni í gærkvöld

Kristijonas Valanciunas og Kristján Ingi Smarason urðu efstir og jafnir á fyrstu skákæfingu vetrarins sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. Báðir fengu þeir 6 vinninga af 7 mögulegum. 8 skákmenn mættu til leiks og tefldar voru skákir með 7 mín umhugsunartíma. Einn nýr skákmaður Dorian Lesman, mætti til leiks og landaði 3 vinningum.

Lokastaðan. Mótið á Chess-manager

Félag
1. Valanciunas, Kristijonas 1183 6.0
2. Smarason, Kristjan Ingi 1413 6.0
3. Sigurdsson, Smari 1879 5.5
4. Lesman Dorian 3.0
5. Thorgrimsson, Sigmundur 1259 2.0
6. Akason, Aevar 1516 2.0
6. Asgeirsson, Magnus Ingi 2.0
8. Benediktsson, Sigurjon 1.5

Að æfingu lokinni var efnt til félagsfundar þar sem farið var yfir helstu dagskrárliði vetrarins. Bar þar hæst komandi Íslandmót skákfélaga, æfinga og mótaáætlun og væntanleg hópferð skákmanna Goðans á mót í Evrópu um páskana 2024.

Nánast fullmannað er í öll þrjú lið Goðans sem munu tefla á Íslandsmótinu. Þeir sem hug hafa á að vera með er bent á að hafa samband við formann Goðans sem fyrst og helst strax.

Ákveðið var að prófa að tefla eina skákæfingu á chess.com í mánuði, tefla tvær í Framsýn og eina á Vöglum til prufu. Eins gæti komið til greina að halda aukaæfingar eða mót á öðrum stað á Húsavík en það á eftir að koma betur í ljós.

Nokkrir spennandi kostir varðandi mót erlendis um páskana 2024 eru í skoðun og öruggt að það verður farið og teflt erlendis. Spurningi er ekki hvort heldur hvar. Ákvörðun um mót verður tekin í kringum áramót.

Næsta skákæfing verður í Framsýnarsalnum á Húsavík mánudagskvöldið 11. september kl 20:00.