A-flokkur Meistaramóts Hugins (suðursvæði) 2015 hefst mánudaginn 24. ágúst klukkan 19:30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót sem lýkur 7. september (A-flokki líkur 7. september). Leyft verður að taka 1 yfirsetu í 1.-5. umferð sem tilkynna þarf um fyrir lok næstu umferðar á undan. Vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik í A-flokki. Þeir sem eru undir 1600 sigum geta valið hvort þeir fara í A- eða B-flokk..

Mótið er öllum opið og er reiknað til alþjóðlegra og íslenskra skákstiga. Skráning í mótið er á skák.is og skakhuginn.is en einnig er hægt að skrá sig með því að hringja í skákstjóra s-866-0116 (Vigfús). Upplýsingar um skráða keppendur eru hér. Teflt er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.

Aðalverðlaun:
  1. 50.000
  2. 40.000
  3. 30.000
Aukaverðlaun (miðað er við alþjóðleg skákstig)
  • Skákmeistari Hugins (suðursvæði): Kr. 10.000.
  • Besti árangur undir 2000 skákstigum: Skákbók hjá Sigurbirni að verðmæti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum: Skákbók hjá Sigurbirni að verðmæti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum: Skákbók hjá Sigurbirni að verðmæti kr. 5.000.
  • Besti árangur stigalausra: Skákbók hjá Sigurbirni að verðmæti kr. 5.000.
Unglingaverðlaun (15 ára og yngri).Skákbækur hjá Sigurbirni að verðmæti:
  • 1.vl. kr. 5.000,
  • 2. og 3.vl. kr. 4000.
B-flokkur, skákbækur hjá Sigurbirni að verðmæti:

1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.

Þátttökugjöld:
  • Félagsmenn kr. 3.500; aðrir 4.500-
  • Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.000; Aðrir 3.000.
  • Allir titilhafar fá frítt í mótið
Umferðartafla:

1. umferð, mánudaginn, 24. ágúst, kl. 19:30
2. umferð, þriðjudaginn, 25. ágúst, kl. 19:30
3. umferð, fimmtudaginn, 27. ágúst, kl. 19:30
4. umferð, mánudaginn, 31. ágúst, kl. 19:30
5. umferð, þriðjudaginn, 1. september, ágúst, kl. 19:30
6. umferð, fimmtudaginn, 3. september, kl. 19:30
7. umferð, mánudaginn, 7. september, kl. 19:30 (Bara A-flokkur)