Ný Fide skákstig tóku gildi þann 1. apríl sl. Hilmar Freyr Birgisson hækkar mest eða um 29 stig. Lárus Sólberg Guðjónsson hækkar um 26 og Oleksandr Matlak hækkar um 22. Tryggvi Þórhallsson og Ingi Hafliði Guðjónsson hækka einnig þó nokkuð.

Bergmann Óli Aðalsteinsson er eini nýliðinn á listanum með 1739 stig og er þar með 7 stigahæsti félagsmaður Goðans. Oleksandr Matlak og Tómas Veigar Sigurðarson eru stigahæstir sem fyrr.

Kappskákstig félagsmanna Goðans

Adam Ferenc Gulyas vinnur sér inn sín fyrstu atskákstig (1670) og Kristján Ingi Smárason, Smári Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson hækka á bilinu 13-15 stig.

Atskákstig félagsmanna Goðans

Kristján Ingi Smárason hækkar lang mest á hraðskákstigum eða um heil 112 stig og fer upp í 1778 stig. Sigmundur Þorgrímsson kemur nýr inn á listann með 1507 stig.

Hraðskákstig félagsmanna Goðans