Óskar Víkingur Davíðsson vann eldri flokkinn á æfingu sem haldin var 2. maí sl. með 4,5v af fimm mögulegum. Næst komum fjórir jafnir með 3,5v en það voru Dawid Kolka, Stefán Orri Davíðsson, Ísak Orri Karlsson og Adam Omarsson allir með 3,5v. Þetta var líka röðin á þeim skv stigum svo Dawid haut annað sætið og Stefán Orri það þriðja. Ekkert dæmi var lagt fyrir að þessu sinni en í staðinn var þemaskák út Petroffs vörn í 2. og 3. umferð í eldri flokki. Yngri flokkinn vann Batel Goitom Haile örugglega með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Annar var Rayan Sharifameð 4v og þriðji var Andri Hrannar Elvarsson með 3v.

IMG_0935Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Dawid Kolka, Stefán Orri Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Adam Omarsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Sölvi Már Þórðarson, Ívar Lúðvíksson Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Viktor Már Guðmundsson, Frank Gerritsen, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Brynjar Haraldsson, Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Andri Hrannar Elvarsson, Einar Dagur Brynjarsson, Eiríkur Þór Jónsson, Josef Omarsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson og Emil Sær Birgisson.

Næsta æfing verður mánudaginn 9. maí 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.