Pétur efstur á æfingu.

Pétur Gíslason varð efstur á síðustu skákæfingu ársins sem fram fór í kvöld. Hann fékk 9,5 vinninga. Fast á hæla hans varð Smári með 9 vinninga.  Baldvin og Benedikt Þór fengu 8,5 vinninga hvor í 3-4 sæti. árangur Benedikts var glæsilegur, en hann tapaði aðeins fyrir Pétri. 

Úrslit urðu eftirfarandi:

1.        Pétur Gíslason                        9,5 af 10
2.        Smári Sigurðsson                    9
3-4.     Baldvin Þ Jóhannesson           8,5
3-4.     Benedikt Þ Jóhannsson           8,5
5.        Hermann Aðalsteinsson           6
6-7.     Benedikt Þorri Sigurjónsson    5
6-7.     Sigurbjörn Ásmundsson          5
8.        Sigurjón Benediktsson            4,5
9.        Sighvatur Karlsson                  3
10-11. Ágúst Már Gunnlaugsson        2
10-11. Hlynur Snær Viðarsson            2
12.      Snorri Hallgrímsson                1,5
13.      Valur Heiðar Einarsson           0,5

Vegna tímaskorts voru síðustu tvær umferðirnar ekki tefldar.

Hraðskákmót Goðans 2008 fer fram laugardaginn 27 desember (þriðji í jólum) á Húsavík. Teflt verður í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 27. Mótið hefst kl 13:00.  Tefldar verða 11 umf. eftir monradkerfi. Verðlaun verða veitt fyrir þrjá efstu í eldri flokki, auk þess sem sigurvegarinn fær afhentan farandbikar og titilinn hraðskákmeistari Goðans 2008 ! Allir velkomnir.

Samhliða mótinu verður jólapakka-hraðskákmót Goðans haldið fyrir 16 ára og yngri. Allir keppendur í yngri flokki fá jólapakka og þrír efstu fá verðlaunapening. Nánar auglýst síðar. H.A.