Rayan Sharifa sigraði með fullu hús 6v af sex mögulegum á æfingu sem haldin var 30. apríl sl. Vinningarnir hjá Rayan skiptust þannig að 5v kom úr skákunum og 1v bættist við þegar hann leysti dæmi æfingarinnar rétt. Næstir komu Elfar Ingi Þorsteinsson og Ívar Örn Lúðvíksson með 4,5v þótt ekk blési byrlega fyrir þeim í upphafi æfingarinnar. Elfar var sigahærri og hlaut annað sætið og Ívar það þriðja.

Veitt voru sérstök stúlkaverðlaun á æfingunni og þar komu ekki aðrar til greina en en þær stöllur Gabríel Veitonite, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir og Jóhanna Dúa. og röðuðust þær í sæti í framnagreindri röð.

Í æfingunni tóku þátt: Rayan Sharifa, Elfar Ingi Þorsteinsson, Ívar Örn Lúðvíksson, Einar Dagur Brynjarsson, Roman Thudov, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Árni Benediktsson, Viktor Már Guðmundsson, Gabriela Veitonite, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Kiril Alexander Igorsson og Jóhanna Dúa

Næsta æfing verður mánudaginn 7. maí apríl 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.