Reykjavík Open hefst kl 15:00 í dag. Mótið fer fram í Hörpu eins og verið hefur undanfarin ár. Goðamennirnir Smári Sigurðsson, Kristján Ingi Smárason og Sighvatur Karlsson eru að taka þátt í mótinu í fyrsta skipti og verður fylgst með gengi þeirra hér á vefnum.

Búið er að para í fyrstu umferð og fær Smári (1807) svart gegn Rao Lokeswara M (1218) frá Indlandi. Kristján Ingi (1469) fær svart gegn Juergen Kleinert (1855) frá Þýskalandi og Sighvatur Karlsson (1270) fær hvítt gegn Friedrich Oberschilp (1827) einnig frá Þýskalandi.

Rúmlega 400 keppendur taka þátt í mótinu sem er nýtt met og óskar Skákfélagið Goðinn sínum mönnum góðs gengis á því.

Mótið á chess-results

Skákir úr mótinu