Kristján Ingi Smárason. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Feðgarnir Smári Sigurðsson og Kristján Ingi Smárason eru báðir með tvo vinninga af þremur mögulegum á Reykjavík Open eftir umferðir dagsins. Kristján tefldi langa skák í 3. umferðinni í dag gegn Akiva Notkin (1846) og hafði glæsilegan sigur í henni. Kristján vann einnig sigur í fyrri skák dagsins geng Daniel Lueck (0).

Smári Sigurðsson Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Smári fékk ungan Norðmann Benjamin Lien (1495) í 3. umferðinni og mátaði hann. Smári tapaði í 2. umferð gegn Dion Krivenko (2136).

Sighvatur Karlsson

Sighvatur Karlsson hefur ekki náð sér á strik í mótinu, en það er nóg eftir af því.

Skákir þeirra félaga.

Ekki er búið að para í 4. umferð sem tefld verður kl 15:00 á morgun.

Mótið á chess-results