Annað úrtökumótið fyrir Reykjavík Barna Blitz fór fram á skákæfingu hjá Huginn síðastliðinn mánudag 29. febrúar 2016. Það voru 20 þátttakendur sem kepptu um tvö sæti í úrslitum keppninnar sem fram fara sunnudaginn 13. mars fyrir 7. umferðina á Reykjavíkurskákmótinu.  Róbert Luu tók snemma forystu í mótinu og lét hana aldrei af hendi og vann með fullu húsi eða sjö vinningum í jafn mörgum skákum. Fyrir síðustu umferð var Stefán Orri Davíðsson í öðru sæti með 5v og búinn að fá alla efstu menn nema Óskar Víking Davíðsson og þeir mættust í síðustu umferð. Þar varð engin bræðrabylta heldur vann Óskar og tók þar með seinna sætið í úrslitum á Barna blitzinu. Stefán Orri varð svo þriðji sæti á mótinu.

Úrslit á Chess-Results

 

Á meðan á undanrásunum stóð tefldu sjö á sérstakri æfingu sem var fyrir þá sem voru eldri en svo að þær mættu taka þátt í undanrásunum eða voru þá þegar búnir að tryggja sér sæti þar. Á þeirri æfingu varð Aron Þór Mai hlutskarpastur með 5,5v af sex mögulegum, Annar varð Jón Þór Lemery með 4,5v og þriðji með 4v var Alexander Oliver Mai með 4v eins og Dawid Kolka en hærri á stigum.

Úrslit á Chess-Results

Í æfingunni tóku þátt: Róbert Luu, Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Sindri Snær Kristófersson, Benedikt Þórisson, Arnar Milutin Hreiðarsson, Rayan Sharifa, Elfar Þorsteinsson, Adam Omarsson, Andri Hrannar Elvarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Batel Mirion Tesfamheret, Frank Gerritsen, Einar Dagur Brynjarsson, Bjartur Þórisson, Heiður Þórey Atladóttir, Eiríkur Þór Jónsson, Björgvin Atlason, Brynja Stefánsdóttir, Josef Omarsson, Aron Þór Maí, Jón Þór Lemery, Alexander Oliver Mai, Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson, Daníel Guðjónsson og Ólafur Helgason.

Næsta æfing verður mánudaginn 7. mars 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.