
Rúnar Ísleifsson og Smári Sigurðsson urðu efstir og jafnir á skákæfingu sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. Báðir fengu þeir 4 af 5 vinningum mögulegum. Tímamörk voru 10 mín og allir tefldu við alla.
Rúnar Ísleifsson 4 af 5
Smári Sigurðsson 4 af 5
Kristján Ingi Smárason 2,5
Ingi Hafliði Guðjónsson 2
Jóhannes Hauksson 1,5
Hilmar Freyr Birgisson 1
Að lokinni skákæfingu fór fram verðlaunaafhending vegna skákþings Goðans 2023 sem er nýlega lokið. Aðalfundur Goðans 2023 hófst að lokinni verðlaunaafhendingunni. Fréttir af þeim fundi verða birtar fljótlega.
