Kristján Ingi Smárason brons. Rúnar Ísleifsson gull og skákmeistari Goðans 2023. Smári Sigurðsson silfur.

Rúnar Ísleifsson og Smári Sigurðsson urðu efstir og jafnir á skákæfingu sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. Báðir fengu þeir 4 af 5 vinningum mögulegum. Tímamörk voru 10 mín og allir tefldu við alla.

Rúnar Ísleifsson           4 af 5
Smári Sigurðsson         4 af 5
Kristján Ingi Smárason 2,5
Ingi Hafliði Guðjónsson 2
Jóhannes Hauksson      1,5
Hilmar Freyr Birgisson  1

Að lokinni skákæfingu fór fram verðlaunaafhending vegna skákþings Goðans 2023 sem er nýlega lokið. Aðalfundur Goðans 2023 hófst að lokinni verðlaunaafhendingunni. Fréttir af þeim fundi verða birtar fljótlega.

Rúnar Ísleifsson skákmeistari Goðans 2023