Rúnar Ísleifsson, Smári Sigurðsson og Kristján Ingi Smárason urðu efstir og jafnir á skákæfingu sem fram fór á chess.com í gær. Þeir fengu allir 2 vinninga af 3 mögulegum.

Einungis voru tefldar 3 umferðir þar sem keppendafjöldinn dugði ekki fyrir fleiri umferðum. Tímamörk voru 10 mín.

Lokastaðan

Lokastaðan

Næsti viðburður hjá Goðanum er Jólamót Goðans 2023 sem fram fer 28. desember í Hlöðufelli á Húsavík.