Skákþing Goðans 2024 hefst á næstu dögum. 13 keppendur taka þátt í mótinu sem verður teflt í tveimur riðlum, Húsavíkur-riðli og Vestur-riðli. 6 keppendur taka þátt í Húsavíkur-riðli en 7 keppendur í Vestur-riðil.

Allir tefla við alla í báðum riðlum og svo tekur við úrslitakeppni milli riðlana þannig að sigurvegarar beggja riðla tefla tefla tvær skákir til úrslita um titilinn Skákmeistari Goðans 2024. Keppendur sem lenda í öðru sæti riðlana tefla um þriðja sætið á mótinu og svo koll af kolli. Reiknað er með því að úrslitakeppnin fari fram í febrúar. Tímamörk í riðlakeppninni og úrslitakeppninni verða 90+30 sek/leik.

Pörun í Húsavíkur-riðli má sjá hér

1. umferð Húsavíkur-riðill

Pörun í Vestur-riðli má sjá hér

Vestur riðill 1. umferð

Á meðan á mótinu stendur verða engar skákæfingar nema þá mögulega á chess.com. Það mun skýrast síðar.