Skráningarfrestur í Skákþing Goðans 2024 rennur út kl 16:00 í dag. Mótið verður teflt í tveimur riðlunum og sigurvegarar riðlana tefla svo til úrslita um titilinn Skákmeistari Goðans 2024. Lesa nánar um mótið hér.

Húsavíkur – riðill  (6 skráðir)

Vestur – riðill  (6 skráðir)

Mótsfyrirkomulagið er á þá leið að allir tefla við alla í hvoru riðli fyrir sig. Tímamörk verða 90+30 sek á leik.

Pörun í riðlana verður framkvæmd í kvöld og eftir það getur mótið hafist. Teflt verður að Vöglum, Framhaldsskólanum á Laugum, Hlöðufelli og Framsýn.

Enn er pláss í mótið og áhugasamir geta skráð sig hjá Hermanni í síma 8213187