Smári efstur á æfingu.

Smári Sigurðsson varð efstur á skákæfingu á Húsavík í kvöld. Smári gaf engin grið og vann alla sína andstæðinga og fékk 9 vinninga af 9 mögulegum. Tefldar voru hraðskákir (5 mín)

 Úrslit kvöldsins:

1.       Smári Sigurðsson             9 af 9
2.       Hermann Aðalsteinsson   6
3.       Heimir Bessason              5,5
4.       Ævar Ákason                   4,5
5-7.   Hlynur Snær Viðarsson     4
5-7.   Viðar Hákonarson             4
5-7.   Snorri Hallgrímsson          4
8-9.    Sigurbjörn Ásmundsson  3
8-9.   Árni Garðar Helgason       3
10.    Valur Heiðar Einarsson     2

Aðalfundur Goðans fór fram áður en skákæfingin hófst og verður sagt frá honum hér á morgun. 

Næsta skákæfing verður á Laugum að viku liðinni og er það jafnframt síðasta skákæfingin sem fram fer á Laugum í vetur. Páskaskákmótið verður á Húsavík 23 apríl og lokaæfingin verður 25 apríl á Húsavík.