Smári Sigurðsson Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Síðustu skák Húsavíkur-riðils á Skákþingi Goðans lauk í gærkvöld. Þar áttust við Hilmar Freyr Birgisson og Smári Sigurðsson. Smári hafði sigur í skákinni og tryggði sér með um leið efsta sætið í riðlinum. Kristján Ingi Smárason varð í öðru sæti og Adam Ferenc Gulyas varð þriðji. Hilmar Freyr Brigisson fékk einnig 3 vinninga en tapaði fyrir Adam fyrr í mótinu og vermir því 4. sætið.

Lokastaðan í Húsavíkur-riðili

Félag
Sigurdsson, Smari 1810 4.5
Smarason, Kristjan Ingi 1484 3.5
Gulyas Adam Ferenc 0 3.0
Birgisson, Hilmar Freyr 1329 3.0
Thorgrimsson, Sigmundur 0 1.0
Lesman Dorian 0 0.0

Mótið á Chess-manager

Þegar keppni líkur í Vestur-riðli mun liggja fyrir hverjir tefla til úrslita á Skákþing Goðans 2024. Ljóst er að Smári Sigurðsson teflir til úrslita en óvíst er hver hans andstæðingur verður. Rúnar Ísleifsson, Ingi Hafliði Guðjónsson og Jakob Sævar Sigurðsson berjast um efsta sætið í Vestur-riðil. Þrjár skákir eru eftir í Vestur-riðli. Tvær skákir munu fara fram á fimmtudagskvöldið, en ekki er ljóst hvenær síðasta skákin fer fram.

Þegar það liggur fyrir verður hægt að setja upp úrslitakeppni Skákþings Goðans 2024.