Smári Sigurðsson með sína viðurkenningur frá HSÞ. Jón Sverrir Sigtryggson formaður HSÞ afhenti Smára verðlaunin

Smári Sigurðsson var valinn skákmaður HSÞ árið 2023 á ársþingi HSÞ sem fram fór á Breiðumýri sl. sunnudag. Þetta var annað árið í röð sem Smári er valinn skákmaður HSÞ. Skákmaður ársins 2023 – Smári Sigurðsson

Lesa má nánar um ársþing HSÞ hér

Sl. mánudagskvöld fór síðan fram skákæfing á Húsavík þar sem umræddur Smári varð efstur. Allir tefldu við alla og var umhugsunartíminn 10 mín.

Lokastaðan

Félag
1. Sigurðsson, Smári 1923 3.5
2. Smárason, Kristján 1648 2.5
3. Aðalsteinsson, Hermann 1754 2.0
4. Gulyás, Ádám Ferenc 1727 2.0
5. Þorgrímsson, Sigmundur 1585 0.0