Smári Sigurðsson var valinn skákmaður HSÞ árið 2023 á ársþingi HSÞ sem fram fór á Breiðumýri sl. sunnudag. Þetta var annað árið í röð sem Smári er valinn skákmaður HSÞ. Skákmaður ársins 2023 – Smári Sigurðsson
Lesa má nánar um ársþing HSÞ hér
Sl. mánudagskvöld fór síðan fram skákæfing á Húsavík þar sem umræddur Smári varð efstur. Allir tefldu við alla og var umhugsunartíminn 10 mín.
Lokastaðan
Félag | |||
---|---|---|---|
1. | Sigurðsson, Smári | 1923 | 3.5 |
2. | Smárason, Kristján | 1648 | 2.5 |
3. | Aðalsteinsson, Hermann | 1754 | 2.0 |
4. | Gulyás, Ádám Ferenc | 1727 | 2.0 |
5. | Þorgrímsson, Sigmundur | 1585 | 0.0 |