Stefán Orri Davíðsson vann eldri flokkinn og Andri Hrannar Elvarsson yngri flokkinn á Huginsæfing sem haldin var 21. nóvember sl. Stefán Orri vann eldri flokkinn með 5,5v af sex mögulegum. Hann fékk 4,5v af fimm út úr skákunum og var með dæmi æfingarinnar rétt eins og flestir sem glímdu við það. Jafnteflið gerði Stefán Orri við Batasar Mána, Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 5v og þriðji var Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson með 4,5v. Sem sagt hrein úrslit og enginn stigaútreikningur að þessu sinni. Dæmið á æfingunni var í þyngra lagi en farið var í það með krökkunum milli umferða og rétt svar inniheldur langa tilfærslu á kónginum upp í borð á e7 eins og sýnt er hér að neðan.

 

aefing-21-nov-yngri-bYngri flokkinn vann Andri Hrannar Elvarsson með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Það er nokkuð um liðið síðan Andri Hrannar vann yngri flokkinn en á fyrstu æfingunum í vor var hann oft í fyrsta sæti og reyndar oft í verðlaunasæti þegar hann hefur tekið þátt. Annar var Einar Dagur Brynjarsson með 4v. Síðan komu jöfn með 3v Brynjólfur Yan Brynjólfsson og Zofia Momuntjuk en þar hafði Brynjólfur betur og náði þriðja sætinu á stigum og fékk sinn fyrsta verðlaunapening á þessum æfingum.

 

Í æfingunni tóku þátt: Stefán Orri Davíðsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Brynjar Haraldsson, Einar Tryggvi Petersen, Daníel Guðjónsson, Andri Hrannar Elvarsson, Einar Dagur Brynjarsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Zofia Momuntjuk, Gunnar Freyr Valsson, Wiktoria Momuntjuk, Bjartur  Freyr Heide Jörgensen, Alfreð Dossing og Þórður Kristjánsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 28. nóvember 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

 

Dæmið á æfingunni:

Þetta er endatafl með mislitum biskupum sem oft eru jafntefli þótt annar hvor sé með tvö samstæð aukapeð. Hvítu peðin í stöðunni eru hins vegar komin nokkuð langt og standa vel svo það er ekki auðvelt fyrir svartan að skorða þau. Getur hvítur sem á leik unnið.

  1. Best er að leika 1. f6 og valda það peð með biskup og finna svo leið til að leika g6.
  2. Best er að leika 1. g6 og finna svo leið til að leika f6 af því að hvíti biskupinn ræður svörtu reitunum. Síðan kemur fljótlega f7 og tjaldið fellur.
  3. Best er að byrja á því að virkja biskupinn með 1. Bd4 og síðan kemur g6 sem er svo fylgt eftir með f6. Til að leika f6-f7 þarf svo að koma  kónginum til e7 til að koma í veg fyrir að svartur skipti upp á biskupnum fyrir bæði peðin þegar peðinu er leikið frá f6-f7
  4. Hvítur getur gert einhverjar vinningstilraunir en svartur getur allttaf varist með því að staðsetja biskupinn sinn á bestu skálínunni eftir því hvar hvíti kóngurinn er staðsettur.
  5. Hvíti kóngurinn er stóra málið í stöðunni. Best er að virkja hann betur með því að leika 1. Kh7 og eftir það getur ekkert stöðvað g-peðið,

Það er auðvelt að sjá að eftir 1. f6 er auðvelt fyrir svartan blokkera peðin með 1…Bd3. 1. g6 væri betri tilraun ef svartur ætti ekki 1…Kf6 og f-peðið fellur og svarti biskupinn hefur vökult auga með g8 reitnum.

Að virkja kónginn er oft góð hugmynd en hérna gengur hún ekki vegna 1. Kh7 Bd3 2. g6 + Kf6 og svartur fær f peðið nær valdi á g8 reitnum. Þá eru bara liður 3 og 4 eftir og það er því liður 3. sem gefur lausnina. Leikjaröðin gæti orðið: 1. Bd4 Bd3 2. g6 + Kg8 (á f8 verður kóngurinn síðar skákaður burt) 3. Kg5 Bc2 4. f6  og hótunin er f7. 4….Bb3 5. Kf4 Bc4 6. Ke5 Bb3 7. Kd6 Kf8 (til að koma í veg fyrir Ke7 og f7+) 8. Kd7 Ba4 + 9. Kd8 Bb3 10. Bc5 + Kg8 11. Ke7 loksins og ekki er hægt að stöðva f7+