Í apríl eða maí árið 1972 tefldi Danski stórmeistarinn Bent Larsen fjöltefli í sænsku borginni Malmö gegn 35 skákmönnum. Larsen vann 27 þeirra, fjórar skákir enduður með jafntefli en fimm skákmenn náðu að vinna Larsen og var Sigurður Daníelsson á meðal þeirra. Siggi Dan vann skákina með svörtu mönnunum. Hann var afskaplega ánægður með þennan sigur og var þetta í eina skiptið sem Siggi vann stórmeistara, svo vitað sé. Þó svo að þetta hafi verið sigur gegn GM í fjöltefli var þetta amk. sigur og það gegn ofurstórmeistara þess tíma. Þetta var alvöru fjöltefli af gamla skólanum, sem stóð yfir í 4 klukkutíma, en skákklukkur voru ekki notaðar við fjölteflið.
Bent Larsen var á sínum tíma einn af sterkustu skákmönnum heims. Á árunum 1960-70 var hann að af mörgum talinn næst sterkasti skákmaður heims utan Rússlands. Aðeins Bobby Fischer var sterkari. Í umfjöllun Sydsvenska Dagbladet frá 14. maí 1972 segist Larsen hafa trú á því að Spassky vinni Fischer í einvíginu í Reykjavík það sama ár. Annað kom á daginn.
Skák Sigurðar við Larsen hefur varveist og skoða má hana hér fyrir neðan.